Karfan er tóm.
Íshokkítímabilið hefst formlega um helgina með opnunarleik Hertz-deildar kvenna þegar SA tekur á móti Fjölni í skautahöllinni á laugardag. Liðið okkar hefur tekið miklum breytingum í sumar en liðið missti sjö landsliðsleikmenn þar sem Herborg, Gunnborg, Katrín og Inga hafa allar gengið til liðs við félagslið í Svíþjóð og Danmörku. Saga Blöndal samdi við Skautafélag Reykjavíkur og Berglind og Hilma við Fjölni. Á móti hefur Silvía Rán Björgvinsdóttir komið aftur heim í SA og mun ekki bara spila heldur mun hún líka þjálfa liðið. Þá er Arndís Eggerz Sigurðardóttir komin tilbaka eftir barneignir en að öðru leyti er hópurinn óbreyttur frá síðasta tímabili og ljóst að margar ungar íshokkíkonur munu fá mun stærri hlutverk í vetur. Það mun eflaust taka einhvern tíma fyrir liðið að mótast eftir jafn miklar breytingar og orðið hafa í sumar en liðið er þrátt fyrir virkilega sterkt með margar reynslumiklar landsliðskonur innanborðs, Shawlee Gaudreault í markinu og stóran hóp efnilegra leikmanna sem verður spennandi að fylgjast með blómstra í vetur.
Leikurinn á laugardag hefst kl. 16:45. Forsala miða er á Stubb en miðaverð er 1500 kr og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
SA Hópurinn:
Amanda Ýr Bjarnadóttir |
Aníta Ósk Sævarsdóttir |
Anna Sonja Ágústsdóttir |
Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir |
Arndís Eggerz Sigurðardóttir |
Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir |
Eva María Karvelsdóttir |
Eyrún Arna Garðarsdóttir |
Friðrika Ólöf Stefánsdóttir |
Heiðrún Helga Rúnarsdóttir |
Jónína Guðbjartsdóttir |
Kolbrún Björnsdóttir |
Lara Mist Jóhannsdóttir |
Magdalena Sulova |
María Guðrún Eiríksdóttir |
Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir |
Ragnhildur Helga Kjartansdóttir |
Shawlee Gaudreault |
Silvía Rán Björgvinsdóttir |
Sólrún Assa Arnardóttir |
Sveindís Marý Sveinsdóttir |
Védís Áslaug Valdemarsdóttir |