Karfan er tóm.
Skemmtilegur leikur var í skautahöllinni í gærkvöldi!
SA lagði Narfa að velli í gærkveldi með 13 mörkum gegn 1. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og kanski töluvert jafnari en lokastaðan bendir til. Munar þar mestu um frábæra markvörslu Sæmundar Leifssonar sem stóð vaktina hjá SA í gærkvöldi og var í banastuði. Allir leikmenn SA léku vel og mæddi mikið á ungu strákunum því Jan er að spara þá eldri fyrir úrslitakeppnina. Narfamenn voru aldrei þessu vant nógu margir til að spila með tvær heilar línur. Margmennið á bekknum gerði þeim hins vegar erfitt fyrir og gengu skiptingar brösulega mest allan leikinn. Annað sem vakti athygli var að Heiðar Gestur lék allan leikinn og sýndi á stundum ágæt tilþrif.