SA Víkingar Íslandsmeistarar í U18 - og SA Jötnar í 2. sæti

Í gærkvöldi fór fram síðasti leikur SA liðanna Jötna og Víkinga í Íslandsmóti U18. SA teflir fram tveimur liðum í þessum aldursflokki og liðin röðuðu sér í tvö efstu sætin eftir fádæma yfirburði í vetur. SA Víkingar fengu afhentan bikarinn eftir leik og bæði lið stilltu sér upp í myndatöku í leikslok. Það er til marks um öflugt barna- og unglingastarf að geta teflt fram tveimur öflugum liðum í U18 og taka tvö efstu sætin einnig. U18 landsliðin voru einnig að meirihluta skipuð okkar fólki, í karlaliðinu voru 15 af 20 leikmönnum frá SA og í kvennaliðinu 14 af 20. Áfram SA!