Sjö SA-menn með landsliðinu til Króatíu

Mynd: Elvar Freyr Pálsson (27.03.2013)
Mynd: Elvar Freyr Pálsson (27.03.2013)


Íslenska karlalandsliðið í íshokkí tekur þátt í A-riðli 2. deildar Heimsmeistaramótsins dagana 14.-20. apríl. Sex leikmenn frá SA fara með landsliðinu að þessu sinni: Andri Már Mikaelsson, Björn Már Jakobsson, Ingvar Þór Jónsson, Ingþór Árnason, Jóhann Már Leifsson, Orri Blöndal og Stefán Hrafnsson.

Landsliðið hittist í Laugardalnum á þriðjudagskvöldið og hefur æft þar síðan. Núna síðdegis er æfingaleikur og á morgun, föstudaginn 12. apríl heldur liðið til Zagreb í Króatíu.

Leikir íslenska liðsins:
Sunnudagur 14. apríl: Ísland - Belgía
Mánudagur 15. apríl: Ísland - Ástralía
Miðvikudagur 17. apríl: Ísland - Króatía
Föstudagur 19. apríl: Ísland - Spánn
Laugardagur 20. apríl: Ísland - Serbía

Á heimasíðu mótshaldara má finna ítarlegar upplýsingar um liðin og mótið, og síðan úrslit og tölfræði eftir að mótið er hafið.