Karfan er tóm.
Fimmtudaginn 25. janúar, fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2024 í Menningarhúsinu Hofi en þar fékk Skautafélag Akureyrar styrk. Eins og segir á heimasíðu Norðurorku þá bárust 100 umsóknir þar sem eftirtektarvert var hve fjölbreytni verkefnana var mikil sem lýsir vel þeirri grósku sem býr í samfélaginu okkar. Fjögurra manna vinnuhópur (skipaður starfsfólki NO) fór yfir umsóknirnar og varð niðurstaða hópsins að veita styrki til 38 verkefna. Verkefnið var erfitt enda fjölmörg góð verkefni sem sótt var um styrk til og ákveðin upphæð sem var til ráðstöfunar.
Verkefnið sem Skautafélag Akureyrar fékk styrk fyrir eru leikjapúðar en Stella Pauli tók við styrknum fyrir hönd Skautafélagsins. Skautafélag Akureyrar kann Norðurorku miklar þakkir fyrir styrkinn og þáttöku þess í samfélagsverkefnum á starfsvæðinu.