Karfan er tóm.
Skautakona LSA 2014 er Emilía Rós Ómarsdóttir. Emilía Rós er fædd árið 1999 og hefur verið að æfa skauta frá lok árs 2006. Emilía Rós keppir í flokki Advance Novice hefur hún staðið sig mjög vel á líðandi ári hvort sem um ræðir hérlendis eða erlendis.
Hún er búin að vera á verðlaunapalli á öllum mótum hérlendis t.d vann hún til gullverðlauna á RIG 2014 , Haustmóti ÍSS og Bikarmóti ÍSS. Hún skilaði besta árangri íslensku stúlknanna á Norðurlandamótinu sem að var haldið í Svíþjóð en þar náði hún 14 sæti. Einnig náði Emilía Rós 6. sæti á ISU Sportland Trophy sem haldið var í Budapest. Emilía Rós er góð fyrirmynd fyrir alla iðkendur og er dugnaður, vinnusemi og góð ástundun alltaf í fyrirúmi.
Emília Rós er í Landsliði Íslands og er hún búin að tryggja sér sæti á Norðurlandamótinu 2015 sem haldið verður í Noregi í febrúar. Skautafélag Akureyrar óskar Emelíu til hamingju með nafnbótina.