Skautastjóri

Kristín Helga Hafþórsdóttir
Kristín Helga Hafþórsdóttir

Komið þið sæl,
Kristín Helga Hafþórsdóttir heiti ég og hef verið ráðin sem skautastjóri listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar og einnig yfirþjálfari C deildar. Mér til mikillar gleði þar sem ég sjálf skautaði fyrir hönd S.A frá 9 ára aldri og á góðan feril þaðan en ég tók þátt í tveimur finnlandsverkefnum sem haldin voru af Skautasambandi Íslands árið 2001 og aftur 2002 aðeins 11 ára gömul og 12ára. Í þessum æfingarbúðum voru 6 efnilegustu skautarar landsins valdnir í þetta verkefni en 6 - 12 skautarar voru valdnir frá öllum Norðurlöndunum, þar voru þjálfarar af heimsmælikvarðanum sem þjálfuðu okkur.

Árið 2010 fór ég á mitt fyrsta dómaranámskeið og hef ég áunnið mér 4.stigs réttindi á þremur árum sem þýðir að ég er landsliðsdómari, en stigin eru 5 talsins og til þess að fá það réttindi þarf dómari að hafa 5 - 10 ára reynslu og fara til Frankfurt til þess að taka próf.
2012 var ég búin að búa í Reykjavík í eitt ár en þá hóf ég störf hjá Skautafélaginu Björninn þar þjálfaði ég frá skautaskóla og upp í keppendaflokka 8 ára og yngri A og B og 10 ára B.  Þá fann ég loksins hvað ég vildi gera í framtíðinni en ísinn er minn besti staður og átti ég frábæra og efnilega skautara frá fyrra félagi en það á ég þeim skauturum að þakka hvað þær gerðu þjálfarastarfið að heillandi starfi og krefjandi.
Mitt fyrsta verk er að bjóða 3. og 4. flokki til þess að taka þátt í sumaræfingarbúðunum okkar og yrði það mér til mikillar ánægju að sjá sem flesta taka þátt og byrja veturinn með stæl. Eitt tímabil í æfingabúðunum er frá mánudegi til föstudags og hægt er að velja milli 1 ístíma og 1 afís (10.000) eða 2 ístíma og 1 afís (16.000). Fyrsta tímabilið byrjar 22-26 júlí, 29 júlí-2 ágúst, 6-10 ágúst og síðasta tímabilið 12-16 ágúst.
Fyrir áhugasama endilega sendið póst á thjalfari@listhlaup.is eða hafa samband við mig í síma 770-1550
Ég er ánægð með að vera komin á minn heimavöll aftur og vonast til að eiga sem allra besta samstarf með ykkur öllum og mun ég leggja mig alla fram í vetur, ef það vakna upp spurningar hjá ykkur núna eða í vetur þá vil ég endilega biðja ykkur um að vera í sambandi við mig.
Með bestu kveðju/Best regards
Kristín Helga Hafþórsdóttir Skautastjóri/ Yfirþjálfari C-deildar Sími/mobile 7701550