Snúum bökum saman og tökum dolluna!

Mynd: Elvar Freyr Pálsson (25.03.2013)
Mynd: Elvar Freyr Pálsson (25.03.2013)


Víkingar og Björninn áttust við í Egilshöllinni í kvöld. Björninn hafði sigur, 4-3, og því þurfa liðin að mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Skautahöllinni á Akureyri miðvikudagskvöldið 27. mars kl. 19.30.

Björninn komst í 3-0 í fyrsta leikhluta, alveg eins og í fyrri leiknum syðra. Stefán Hrafnsson minnkaði muninn í öðrum leikhluta, en Bjarnarmenn bættu við fjórða markinu. Undir lokin skoruðu Víkingar tvö mörk, fyrst Andri Már Mikaelsson og síðan Stefán Hrafnsson, en þar við sat. Lokatölur: Björninn - SA Víkingar 4-3 (3-0, 1-1, 0-2).

Það þarf varla að endurtaka fyrri skrif hér á heimasíðunni um mikilvægi þess að Akureyringar mæti í Skautahöllina á Akureyri á miðvikudagskvöldið og hvetji okkar menn til sigurs. Það er kominn tími á að fylla höllina almennilega og fá dolluna aftur heim. Svo einfalt er það!

Mörk/stoðsendingar
Björninn
Sergei Zak 1/1
Ólafur Björnsson 1/0
Daniel Kolar 1/0
Úlfar Jón Andrésson 1/0
David MacIsaac 0/2
Hjörtur Björnsson 0/1
Hrólfur Gíslason 0/1
Andri Helgason 0/1
Refsingar: 8 mínútur

SA Víkingar
Stefán Hrafnsson 2/0
Andri Már Mikaelsson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Lars Foder 0/1
Orri Blöndal 0/1
Víkingar: 8 mínútur

Elvar Freyr Pálsson var á leiknum í kvöld og sendi okkur nokkrar myndir þaðan. Smellið á myndina til að opna myndaalbúm.