Karfan er tóm.
Leikurinn við SR í Reykjavík í kvöld var hraður og skemmtilegur á að horfa að sögn heimildarmanns sasport. SR komst í 1-0 snemma í fyrsta leikhluta, en síðan skiptust liðin á að sækja án þess að fleiri mörk sæu dagsins ljós.
Leikurinn hélst jafn áfram í öðrum leikhluta en SR var fyrri til að skora, eftir aðeins 1 mínútu og 8 sekúndna leik. SA svaraði fyrir sig með marki frá Lubomir Bobik aðeins mínútu síðar. Marian Melus bætti öðru marki við en SR skoruðu einnig tvívegis, staðan 3-2 eftir tvo leikhluta.
Framan af 3. leikhluta var allt í járnum, þar til að Jón Ingi Hallgrímsson fær "Match Penalty" þegar tæplega 8 og hálf mínuta er liðin af leikhlutanum. Jón fer þá í sturtu og liðið þarf að spila einum færri í 5 mínútur. Reyndar byrjuðu strákarnir á að jafna í 3-3 einum færri, en SR bætir við 2 mörkum með 5 útispilara á mót fjórum. Eftir þetta náðu strákarninr sér ekki á strik, SR bætti svo við 2 mörkum í viðbót öðru þeirra með liðsmun eftir að Arnþór Bjarnason fékk 2 mínútna brottvísun á 57. mínútu.
En þegar öllu er á botnin hvolft þá sýndi liðið frábæra takta á köflum og er greinilega á réttri leið.
Mörk/stoðs; SA: Lubomir Bobik 2/0, Marian Melus 1/1, Arnþór Bjarnason 0/1, Matthías Hákonarson 0/1
Mörk/stoðs; SR: Zednek Prochazka 0/5, Sindri Már Björnsson 3/0, Mirek Krivanek 1/1, Stefán Hrafnsson 2/0, Gauti Þormóðsson 1/1