Karfan er tóm.
Víkingar spiluðu í gærkvöldi við SR í Laugardalnum og töpuðu með 1 marki eftir framlengingu og vítakeppni
Liðið var án fjögurra lykil leikmanna þ.e. sóknarmannanna Jóns B. Gíslasonar og Sigurðar Reynissonar og varnarmannanna Orra Blöndal og Ingþórs Árnasonar. Þetta er fyrsti sigur SRinga á Víkingum í vetur en liðin hafa mæst þrisvar sinnum áður á leiktíðinni.
Forskot Víkinga er nú komið niður í 4 stig þar sem Björninn vann Esju á sama tíma og er nú kominn með 20 stig en Víkingar með 24. Víkingar eiga eftir 2 leiki fyrir áramót þ.e. við heimaleik við Esju þann 18. og útileik við Björninn þann 29. þannig að það eru verulega spennandi tímar framundan.
Tölfræði leiksins má sjá hér
Stöðuna í deildinn má sjá hér
Upptökur af leikjunum koma svo vonandi fljótlega upp á vimeo, hægt er að fylgjast með því hér