Styrkveitingar úr Minningarsjóði Magnúsar Einars Finnssonar


Sjö umsækjendur fengu á dögunum styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Einars Finnssonar, en tilkynnt var um styrkveitingarnar um liðna helgi þegar Magga Finns mótið í íshokkí fór fram á Akureyri. 

Stjórn sjóðsins ákvað að styrkja alla umsækjendur um sömu upphæð, 30.000 krónur, upp í námskeiðsgjald í skóla/æfingabúðum. Eftirtaldar hlutu styrk að þessu sinni: 

Diljá Sif Björgvinsdóttir og Silvía Rán Björgvinsdóttir upp í námskeiðsgjald í Maria Rooth Hockey school. Aldís Kara Bergsdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir, Eva Björg Halldórsdóttir, Guðrún Bryngjólfsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, allar upp í námskeiðsgjald æfingabúða Kravache í Tékklandi.

Á mynd Ásgríms Ágústssonar hér að neðan eru þær Silvía Rán, Emilía Rós, Eva Björg, Hrafnhildur Ósk og Aldís Kara. Ef smellt er á myndina opnast myndaalbúm með fleiri myndum frá athöfninni.