Tap gegn Belgum

Af vef mótshaldara.
Af vef mótshaldara.


Íslendingar léku fyrsta leiks inn í A-riðli 2. deildar Heimsmeistaramótsins í íshokkí karla í morgun og máttu játa sig sigraða gegn Belgum, sem komu upp úr B-riðli í fyrra.

Af beinni lýsingu á mbl.is að dæma átti íslenska liðið slakan leik, en fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik.  

Lokatölur urðu 4-1, Belgíu í vil. Emil Alengaard skoraði með stoðsendingu frá Úlfari Jóni Andréssyni, skv. beinni atvikalýsingu og leikskýrslunni en í lýsingu mbl.is er Jón Benedikt Gíslason sagður hafa átt stoðsendinguna. Belgar komust í 2-1 í fyrsta leikhluta, Íslendingar minnkuðu muninn í öðrum, en Belgar svöruðu um hæl. Fjórða mark Belga kom síðan á upphafsmínútu þiðja leikhlutans og þar við sat.

Tölfræðin úr beinu lýsingunni segir sína sögu, markvörður Belga varði 28 skot, en Dennis Hedstrom í marki Íslands varði 46 skot.  Refsímínútur voru 12 á hvort lið.

Á vef mótshaldara má finna alla tölfræði, leikjadagskrá og þar eru einnig komnar inn myndir úr leiknum í morgun.

Annar leikur íslenska liðsins verður gegn Áströlum á sama tíma á morgun.