Þrjár frá SA á Norðurlandamótinu

Elísabet Ingibjörg, Emilía Rós og Hrafnhildur Ósk.
Elísabet Ingibjörg, Emilía Rós og Hrafnhildur Ósk.


Þrjár stúlkur úr Listhlaupadeild SA taka á næstu dögum þátt í Norðurlandamótinu í listhlaupi á skautum sem fram fer í Uppsölum í Svíþjóð.

Þær Emilía Rós Ómarsdóttir og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir keppa stúlknaflokki (Advanced Novice) og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í unglingaflokki (Junior Ladies).

Keppni hefst með stuttu prógrammi í stúlknaflokki á morgun, fimmtudag, kl. 14.40 að staðartíma í Uppsala. Strax á eftir, eða kl. 17.30 að staðartíma, hefst keppni í unglingaflokki.

Seinni keppnisdagur (frjálst prógramm) í stúlknaflokki er á föstudag og hefst keppni í stúlknaflokknum kl. 10 að staðartíma. Keppni í frjálsu prógrammi í unglingaflokki fer fram á laugardag og hefst keppni hjá stúlkunum kl. 13.10 að staðartíma.

Tenglar:
Mótssíðan
Dagskrá
Keppendalisti

Og þegar þar að kemur: Úrslit