Þrjú gull á Reykjavík International Games


SA-stelpurnar koma heim með þrenn gullverðlaun frá keppni á Reykjavík International Games um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir og Martha María Jóhannsdóttir unnu sína flokka.

Níu stelpur úr Listhlaupadeild SA tóku þátt í mótinu og koma þær heim með fern verðlaun, þar af þrjú gull. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir vann stúlknaflokkinn, Advanced Novice), hlaut 74,55 stig. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir varð þriðja, aðeins 1/100 á eftir stúlkunni í 2. sæti. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir varð í 6. sæti, Sara Júlía Baldvinsdóttir í 7. sæti og Arney Líf Þórhallsdóttir í 10. sæti.

Emilía Rós Ómarsdóttir vann öruggan sigur í flokki 12 ára og yngri A, hlaut 34,63 stig.

Marta María Jóhannsdóttir vann öruggan sigur í flokki 8 ára og yngri A, hlaut 24,90 stig, Rebekka Rós Ómarsdóttir varð í 5. sæti í sama flokki.

Í stúlknaflokki B varð Harpa Lind Hjálmarsdóttir í 5. sæti.

Enn og aftur koma stelpurnar heim af móti syðra hlaðnar verðlaunum. Frábær helgi hjá þeim. 

Nánari tölulegar upplýsingar má finna á úrslitasíðu mótsins hér.