Tveir sigrar hjá U-20

Úr leik Íslands og Belgíu - af heimasíðu mótsins.
Úr leik Íslands og Belgíu - af heimasíðu mótsins.


Unglingalandsliðið í íshokkí, skipað leikmönnum yngri en 20 ára hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu. 

Íslenska liðið vann það belgíska í fyrsta leik sínum í gær, 4-2. Okkar menn komust ekki á blað hvað markaskorun varðar, en fyrrum SA-maðurinn Ingólfur Tryggvi Elíasson átti eina stoðsendingu. Hann er fyrirliði liðsins. Einar Eyland stóð í markinu allan tímann og varði 22 skot.

Eins og lesa má í dagbók fararstjóra á heimasíðu ÍHÍ gekk hluti ferðalagsins heldur brösuglega. Nokkrar ferðatöskur og allur búnaður Einars Eyland markvarðar, urðu eftir í Frankfurt og um tíma leit út fyrir að Einar þyrfti að spila í lánsbúnaði sem var svo stór að hann hefði nánast horfið og eins og hann sagði sjálfur, hefði eins getað farið í skíði og að nota skautana sem voru til láns, en þeir voru nr. 48. Búnaðurinn skilaði sér þó að lokum, skömmu fyrir fyrsta leik.

Tenglar:
Dagbók fararstjóra 
Öll tölfræði á heimasíðu mótsins
Leikskýrsla - Ísland-Belgía 
Myndir - Ísland-Belgía 

Sigur á Áströlum 5-3 (2-0, 3-1, 0-2)
Annar leikur liðsins fór svo fram í dag og mættu okkar menn þá Áströlum. Íslenska liðið hafði yfirhöndina, komst í 3-0 og 5-1, en Ástralir skoruðu tvö mörk í lokaleikhlutanum og úrslitin því 5-3 (2-0, 3-1, 0-2). Enginn af SA-mönnunum skoraði í dag, en Jóhann Már Leifsson átti þrjár stoðsendingar og Ingólfur Tryggvi tvær. Einar Eyland varði 33 skot.

Tenglar:
Leikskýrsla - Ísland-Ástralía
Bein atvikalýsing - Ísland-Ástralía