U20 á HM í Eistlandi

 

Í dag heldur U20 ára landslið Íslands utan til þáttöku á Heimstmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins í 2. deild sem fram fer í Tallin í Eistlandi.  Keppnin hefst á morgun þann 13. desember og stendur til 19. en óhætt er að segja að mótherjarnir séu ekki af verri endanum.   Deildin er óvenju sterk að þessu sinni en liðin sem strákarnir munu etja kappi við eru Belgía, Spánn, Frakkland, Holland auk Eistlands sem eru gestgjafar.

 

Það segir kannski eitthvað um framþróun íþróttarinnar hér á landi að við skulum vera komin í keppni með þessum liðum, en það er skemmst frá því að segja að Ísland hefur aldrei unnið leik gegn þessum þjóðum (yfirlýsing með fyrirvara). Frakkar t.a.m. hafa verið alveg uppi í úrvalsdeild og ætla sér því væntalega ekki að staldra lengi við í 2.deild.

 

Aðalþjálfari liðsins er Josh Gribben en honum til aðstoðar er Vilhelm Bjarnason og þeirra bíður ærið verkefni.   Íslenska liðið er hins vegar mjög sterkt og er það mál manna að þetta sér sterkasta U20 ára lið sem við höfum teflt fram og því standa væntingar til þess að liðið komi verulega á óvart og verði stórþjóðunum erfiðir andstæðingar.  Markmiðið er fyrst og fremst að halda sér í deildinni.

 

Frá Skautafélagi Akureyrar koma 5 leikmenn en það eru þeir Andri Freyr Sverrisson, Gunnar Darri Sigurðsson, Ingólfur Tryggvi Elíasson og bræðurnir Jóhann og Hilmar Leifssynir.  Auk þeirra er liðið skipað eftirtöldum leikmönnum:

 

Ævar Björnsson
Daníel Freyr Jóhannsson  
Snorri Sigurbjörnsson
Róbert Freyr Pálsson
Carl Jónas Árnason  
Sigursteinn Atli  Sighvatsson
Steindór Ingason

Arnar Bragi Ingason
Tómas Tjörvi Ómarsson
Kristján Friðrik Gunnlaugsson
Mathias Máni Sigurðarson
Björn Róbert Sigurðarson
Brynjar Bergmann
Aron Orrason

 

Á meðan keppninni stendur verður frí hjá meistaraflokki karla, þ.e.a.s. engir leikir munu fara fram á meðan en æfingar halda áfram.

Fyrir þá sem vilja fylgjast vel með keppninni úti í Eistlandi þá er hægt að fylgjast með á þessari slóð http://www.iihf.com/channels1011/wm20-iia/statistics.html