U20 liðið að gera það gott í Eistlandi

Mynd úr búningsklefanum í dag (stolið af heimasíðu ÍHÍ)
Mynd úr búningsklefanum í dag (stolið af heimasíðu ÍHÍ)

U20 ára landsliðið kom gríðarlega sterkt inn í HM í Eistlandi í dag í fyrsta leik sínum á mótinu gegn Belgíu.  Liðið gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur, 5 – 2 og þetta ku vera fyrsti sigur Íslands á liði Belgíu frá upphafi.  Þetta gefur nýjar vonir um framhaldið og nú verður spennandi að sjá hvers þeir eru megnugir.  Mörkin og stoðsendingarnar í leiknum voru eftirfarandi:

Brynjar Bergmann 2/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Matthías Máni Sigurðarson 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 0/2

 

Í dag fóru fram tveir leikir, Frakkar rúlluðu yfir Spánverja 8 – 1 og Hollendingar unnu Eista 5 – 2.  Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn heimamönnum, Eistum.  Það væri ágætt ef strákarnir gætu hefnt ófara senior-liðsins gegn Eistum frá því síðasta vor.

Í lok leiksins var Ævar Björnsson valinn maður leiksins, en hann fór víst á kostum í markinu.