Karfan er tóm.
Val á krullumanni ársins fer fram í almennri kosningu á meðal krullufólks mánudagskvöldið 13. desember. Í kjöri eru allir þeir leikmenn sem leikið hafa reglulega í mótum Krulludeildar á árinu 2010 - og sama fólk að sjálfsögðu með atkvæðisrétt einnig. Allir sem vilja taka þátt í kjörinu þurfa að mæta í Skautahöllina á mánudagskvöldið til að greiða atkvæði. Ef einhver sem vill greiða atkvæði kemst ekki á þeim tíma er viðkomandi beðinn um að snúa sér til formanns Krulludeildar, Hallgírms Valssonar.
Kosningin fer þannig fram að útbúinn verður atkvæðaseðill með nöfnum allra sem kjörgengir eru, í stafrófsröð. Velja skal þrjá leikmenn og raða þeim í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið gefur þrjú stig, annað sætið gefur tvö stig og þriðja sætið eitt stig. Verði tveir eða fleiri jafnir í kjörinu hlýtur sá kosningu sem oftar var valinn í fyrsta sætið.