Vetrarmót ÍSS um komandi helgi


Dagana 22.-24. febrúar verður í Skautahöllinni á Akureyri haldið Vetrarmót ÍSS í listhlaupi á skautum. Keppendur á mótinu eru 73, þar af 16 frá Skautafélagi Akureyrar.

Dagskrá mótsins og keppendalista má finna á vef Skautasambandsins - sjá hér. Opinberar æfingar vegna mótsins (junior og novice) verða síðdegis á föstudag, en keppni stendur kl. 8.00-14.00 á laugardag, opinber æfing (junior og novice) er síðdegis á laugardag og síðan heldur keppni áfram kl. 8.00 á sunnudagsmorguninn. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu kl. 12.40 á sunnudag.

Vegna mótsins verða breytingar á æfingum á föstudag. 
Kl. 16.10-17.05: 1. hópur + Marta og Harpa
Kl. 17.05-18.00: 3. og 2. hópur

 

Keppendur frá SA eru:

Junior
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir

Advanced Novice
Arney Líf Þórhallsdóttir
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir
Sara Júlía Baldvinsdóttir

12 ára A
Emilía Rós Ómarsdóttir

10 ára A
Marta María Jóhannsdóttir

8 ára A
Rebekka Rós Ómarsdóttir

Novice B
Harpa Lind Hjálmarsdóttir

12 ára B
Eva Björg Halldórsdóttir
Pálína Höskuldsdóttir

11 ára B
Atli Þór Sveinsson

10 ára B
Aldís Kara Bergsdóttir

8 ára B
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir
Katrín Rós Björnsdóttir
Kolfinna Ýr Birgisdóttir