Vetrarmót ÍSS: Úrslit ljós í fjórum flokkum


Keppni er lokið í fjórum flokkum á Vetrarmóti ÍSS sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri núna um helgina. SA-stelpur með tvenn gullverðlaun á fyrri degi.

Í tveimur elstu flokkunum skiptist keppnin á tvo daga. Fyrst er stutt prógramm og svo frjálst prógramm seinni daginn. Ef smellt er á fyrirsögnina við hvern flokk fyrir sig kemur upp staðan í viðkomandi flokki af úrslitavef Skautasambandsins.

Junior
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir úr SA er nú að keppa á sínu fyrsta móti í Junior-flokki kvenna, en hún hefur hingað til verið í stúlknaflokki (Advanced Novice). Hún stóð sig vel í stutta prógramminu í morgun og er í þriðja sæti eftir fyrri dag með 29,65 stig, fáeinum stigum á eftir tveimur efstu keppendunum. Vala Rún Magnúsdóttir úr SR er efst í Junior-kvennaflokki með 31,99 stig. Júlía Grétarsdóttir úr Birninum er í 2. sæti.

Advanced Novice
Í stúlknaflokki, Advanced Novice, er Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir úr SA efst með 26,99 stig. SA-stelpurnar  eru í meirihluta í þessum flokki, en að loknum fyrri degi er Sara Júlía Baldvinsdóttir í 2. sæti og Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir í þriðja.

Unglingaflokkur B
Í unglingaflokki B sigraði Hekla Hallgrímsdóttir, fékk 26,64 stig. Snædís Ólafsdóttir varð önnur og Helena Perla Ragnarsdóttir þriðja. Þær eru allar úr Birninum.

Stúlknaflokkur B
Í stúlknaflokki B sigraði Eva Dögg Sæmundsdóttir úr Birninum, fékk 26,86 stig. Elizabeth Tinna Arnardóttir úr Birninum varð önnur og Harpa Lind Hjálmarsdóttir úr SA þriðja, en hún hlaut 25,67 stig.

12 ára og yngri
Í flokki 12 ára og yngri B sigraði Pálína Höskuldsdóttir úr SA, en hún fékk 23,41 stig.  Eva Björg Halldórsdóttir, einnig úr SA, varð önnur á sínu fyrsta móti, og Þórunn Glódís Gunnarsdóttir úr Birninum þriðja.

10 ára og yngri B
Aldís Kara Bergsdóttir úr SA sigraði í flokki 10 ára og yngri B með 17,45 stig. Hildur Bjarkardóttir úr Birninum varð önnur og Alexandra Björg Vilhjálmsdóttir úr SR þriðja.

Dagskrá sunnudagsins
Á morgun hefst keppni kl. 8.00 en þá keppa fyrst 8 ára og yngri B og svo A, þá 10 ára og yngri ! og loks 12 ára og yngri A. Mótinu lýkur svo með frjálsa prógramminu í stúlkna- og kennaflokkum (Novice og Junior). Gert er ráð fyrir mótslokum og verðlaunaafhendingu um kl. 12.40.

Keppnisröð (á vef ÍSS)
Dagskrá
(á vef ÍSS)

Myndirnar hér að neðan tók Ásgrímur Ágústsson á Haustmóti ÍSS 2012.

Pálína Höskuldsdóttir


Aldís Kara Bergsdóttir