Víkingar enn á sigurbraut

Mynd: Sigurgeir Haraldsson
Mynd: Sigurgeir Haraldsson


Víkingar nálgast Björninn á toppi deildarinnar eftir sjötta sigurinn í röð. SR-ingar engin fyrirstaða.

Víkingar unnu SR í leik liðanna í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. Víkingar völtuðu yfir SR í fyrsta leikhluta, skoruðu þá sex mörk gegn engu, en róuðust heldur þegar leið á leikinn og lokatölur 9-0 (6-0, 2-0, 1-0).

Víkingar spiluðu vel framan af og fór Lars Foder þar fremstur í flokki. Annan leikinn í röð skorar hann tvö mörk og á þrjár stoðsendingar. Tvö marka hans í gær voru án stoðsendingar, annað einkar glæsilegt. Víkingar voru þá manni færri, Lars fékk pökkinn á miðjunni og lék í gegnum tvo eða þrjá SR-inga áður en hann skoraði.

Víkingar halda áfram að saxa á forskot Bjarnarins á toppi deildarinnar á Íslandsmótinu í íshokkí karla. Þeir eru komnir í 27 stig, eru fjórum stigum á eftir Birninum og eiga leik til góða. Víkingar eiga eftir að mæta SR tvisvar, heima og úti, og Birninum tvisvar heima. Framundan er lokasprettur deildakeppninnar og margir leikir í febrúar og fyrstu viku mars, bæði á milli þessara þriggja liða og svo B-liðanna, Jötna, Húna og Fálka. kkíveisla næstu fjórar vikurnar,

Mörk/stoðsendingar
Víkingar
Lars Foder 2/3
Sigurður Sveinn Sigurðsson 2/0
Stefán Hrafnsson 1/1
Jóhann Már Leifsson 1/1
Orri Blöndal 1/0
Hermann Knútur Sigtryggsson 1/0
Sigurður Reynisson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Hilmar Freyr Leifsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Andri Már Mikaelsson 0/1
Refsingar: 20 mínútur
Varin skot: 13 (3+7+3)

SR
Refstingar: 12 mínútur
Varin skot: 41 (16+12+13)

Næsti leikur Víkinga verður á fimmtudagskvöld, 7. febrúar, en þá koma SR-ingar aftur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19.30.

Sigurgeir Haraldsson mundaði vélaina á leiknum.