Karfan er tóm.
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. mars, mætast Víkingar og SR í mfl. karla á Íslandsmótinu í í shokkí. Leikurinn hefst kl. 19.30.
Leikurinn skiptir reyndar engu máli varðandi endanlega röð liðanna í deildinni. Úrslitin eru ráðin, Víkingar eru deildarmeistarar og mæta Birninum í úrslitum. Leikurinn í kvöld er því tilvalið tækifæri fyrir hokkíáhugafólk á Akureyri að mæta í höllina og hita upp raddböndin fyrir átökin framunda. Það verður skammt stórra högga á milli því fyrsti leikur úrslitakeppninnar verður í Skautahöllinni á Akureyri á fimmtudagskvöld kl. 19.30.
Dagskrá úrslitakeppninnar:
Skautahöllin á Akureyri, fimmtudagur 13. mars kl. 19.30: Víkingar - Björninn
Egilshöllin, sunnudagur 16. mars kl. 16.30: Björninn - Víkingar
Skautahöllin á Akureyri, þriðjudagur 18. mars: Víkingar - Björninn
...og ef þarf:
Egilshöllin, fimmtudagur 20. mars: Björninn - Víkingar
Skautahöllin á Akureyri, laugardagur 22. mars kl. 17.00: Víkingar - Björninn (Akureyri