Víkingar unnu Jötna, 5 - 1

Lið Jötna eftir leik. Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
Lið Jötna eftir leik. Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
Í gærkvöldi mættust hér í Skautahöllinni Akureyrar og Skautafélagsliðin Víkingar og Jötnar.  Þetta er fyrsta viðureign liðanna og það var virkilega skemmtilegt að sjá þennan stóra leikmannahóp etja kappi.  Í lið jötnanna voru mættir nokkrar gamlar kempur sem ánægjulegt var að sjá aftur í galla, t.d. Erling Heiðar Sveinsson, Elvar Jónsteinsson og Geira Geira auk þess sem Árni Jónsson var mættur í vörnina ásamt Úlfi.

Josh stýrði bekknum hjá Víkingunum og Ingvar hjá Jötnunum, en þeir eru báðir frá vegna meiðsla eftir síðasta leik Jötnanna gegn Birninum. 

Mörk og stoðsendingar

Víkingar:  Rúnar Rúnarsson 2/1, Sigurður Sigurðsson 1/1, Stefán Hrafnsson 0/2, Andri Mikaelsson 0/2, Jón Gíslason 1/0, Einar Valentine 0/1.

 

Jötnar:  Orri Blöndal 1/0, Sigurður Reynisson 0/1.

 

Brottvísanir:  Víkingar 6 mín og Jötnar 2 mín.