Karfan er tóm.
Víkingarnir gengu kokhraustir til búningsklefa með 3 – 0 forystu eftir fyrstu lotu. Í 2.lotu var hins vegar allt annað uppi á teningnum og Bjarnarmenn sóttu í sig veðrið og unnu lotuna 3 – 1. Eina mark Víkinganna kom þegar liðið var einum fleiri og Björn Jakobsson skoraði frá bláu í gegnum traffík upp í skeytin. Mörk Bjarnarmanna skoruðu Arnar Ingason, Hjörtur Björnsson og Matthías Sigurðsson en þetta reyndust einu mörk Bjarnarmanna í leiknum.
Staðan var 4 – 3 eftir 2. lotu og óvænt spenna kominn í leikinn. Það var hins vegar aðeins eitt lið á vellinum í síðustu lotunni og Víkingarnir bættu við tveimur mörkum en bæði mörkin átti Lurkurinn Rúnar, annað óstuddur en hitt skoraði hann eftir góðan undirbúning Jóhanns Leifssonar.
Góður sigur í höfn og mikilvæg 3 stig í titilvörnina en gera má ráð fyrir því að hvert stig skipti máli í jöfnu Íslandsmóti. Í fyrra réðust úrslit undankeppninnar ekki fyrr enn í síðast leik og því mikilvægt að mæta með hausana rétt skrúfaða á í hvern leik.
Akureyrarliðin bæði, Víkingar og Jötnar, hafa farið vel af stað í mótinu og hafa borið sigur úr býtum í báðum sínum viðureignum. Næsti leikur fer einnig fram hér á Akureyri og það um næstu helgi, en þá koma Bjarnarmenn aftur en að þessu sinni mæta þeir Jötnunum.
Mörk og stoðsendingar
SA: Rúnar Rúnarsson 2/2, Andri Sverrisson 2/0, Björn Már Jakobsson 1/1, Andri Már Mikaelsson 1/1 og Jóhann Leifsson 0/1.
Björninn: Gunnar Guðmundsson 0/2, Arnar Ingason 1/1, Matthías Sigurðsson 1/0, Andri Hauksson 0/1.
Brottvísanir
SA: 14mín
Björninn: 30mín (þar af einn 10mín dómur)
Aðaldómari var Ólafur Ragnar og á línunni voru Orri Sigmarsson og Dúi Ólafsson.