Vormót - Deild I

Mynd: Arndís Eggerz
Mynd: Arndís Eggerz


Vormótið í íshokkí verður spilað í þremur deildum á þriðjudögum og fimmtudögum í maí. Hér eru upplýsingar um Deild I.

Þátttökugjaldið er 3.500 krónur (500 króna systkinaafsláttur), greiðist í fyrsta tíma. Mikilvægt er að leikmenn mæti í alla sína leiki. Ef forföll verða þurfa leikmenn að finna aðra í sinn stað eða láta Söruh vita tímanlega ef það tekst ekki - sms í 868 1640 eða tölvupóst í hockeysmiley@gmail.com.

Sarah hefur skipt þátttakendum í fjögur lið (pdf-skjal), Drekana, Hákarlana, Gulu eldingarnar og Jötna. Liðin fjögur spila tvöfalda umferð, allir við alla. Leikirnir eru 3x15 mínútur og er spilað þrír á þrjá. Fyrir sigur eru tvö stig, en eitt stig fyrir jafntefli. Deildinni lýkur svo með undanúrslitaleikjum (1v4 og 2v3) þriðjudaginn 28. maí og úrslitaleikjum og verðlaunaafhendingu fimmtudaginn 30. maí.

Æfingar verða á mánudagskvöldum kl. 19.05-20.00, en á þriðjudögum og fimmtudögum verða tveir leikir hvort kvöld, áætlað er að fyrri leikur kvöldsins hefjist kl. 19.15 og sá síðari kl. 20.15.

Upplýsingar um Deild II og III koma fljótlega.