Vormót - Deild II og III

Mynd: Arngrímur Arngrímsson
Mynd: Arngrímur Arngrímsson

Í maí verður spilað Vormót í íshokkí í þremur deildum. Hér eru upplýsingar um Deild II og Deild III. Tímasetningar á fimmtudögum eru þó ekki staðfestar.

Deild II
Þátttakendum hefur verið skipt í fjögur lið, Rauðu refina, Tígrana, Svörtu pardusana og Grænu drekana. Deildakeppnin fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.20-18.55 - sjá leikjadagskrá og liðsskipan hér (pdf-skjal).

Mæting er 40 mínútum fyrir leik, leikirnir eru 3x15 mínútur og spila allir einn leik á hverjum leikdegi. Leikið er á öllu svellinu.

Leikdagar eru 7., 9. 14., 16., 21. og 23. maí, og síðan undanúrslit og úrslitaleikir 28. og 30. maí.

Æfingar verða sunnudagana 5., 12. og 26. maí kl. 13:15-14:05, , en engin æfing er á hvítasunnudag, 19. maí.

Deild III
Þar hefur þátttakendum verið skipt í þrjú lið, sem eru Ísbirnirnir, Bláu hákarlarnir, Gráu riddararni. Æfingar sunnudagana 5., 12. og 26. maí kl. 12.15-13.05. Leikir verða á þriðjudögum kl. 15.55-17.05, og á fimmtudögum en tímasetning á fimmtudögum hefur ekki verið staðfest - sjá leikjadagskrá og liðsskipan hér (pdf-skjal). Leikirnir eru 1x20 mínútur, leikið á 2/3 svelli, allir fá tvo leiki á hverjum leikdegi.

Leikdagar eru 7., 9. 14., 16., 21. og 23. maí og síðan undanúrslit og úrslitaleikir 28. og 30. maí.

Æfingar verða sunnudagana 5., 12. og 26. maí kl. 12.15-13.05, en engin æfing er á hvítasunnudag, 19. maí.