Danstímar hjá Point fyrir 3.-7. hóp

Dans hjá Point dansstúdíói hefst fimmtudaginn 4. september.

Aseta hraðmót

Daganna 5-6 september verður haldið hraðmót í Bjarnarhöllinni. Aseta hraðmótið kallast það og er hugmyndin á bakvið mótið að koma mönnum í gírinn svona rétt áður en deildin byrjar. Byrjað var á mótinu á síðustu leiktíð og þótti mönnum þetta takast afarvel og állir sammála um að endurtaka leikinn að ári. Við hvetjum fólk að fylgjast með á næstu dögum því að tilkynning með mótinu ætti að birtast.

Vantar notaða EDEA skauta

Ég óska eftir að kaupa notaða EDEA skauta nr.255
 
gsm. sími er 8653700
 

Haustönn LSA að hefjast!

Haustönn Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar hefst mánudaginn 25. ágúst hjá öllum keppnisflokkum/framhaldshópum (3. og upp úr).

Haustönn byrjendahópa (1. og 2. hóps) byrjar um miðjan september og verður auglýst sérstaklega.

Skráningardagur verður í Skautahöllinni sunnudaginn 24. ágúst milli 13 og 16 fyrir alla iðkendur, gamla og nýja. Frítt verður á svellið fyrir alla og hægt að fá skauta að láni endurgjaldslaust. Við bjóðum nýja iðkendur sérstaklega velkomna. Stjórn Listhlaupadeildar verður á svæðinu og tekur við skráningum og veitir upplýsingar. Hvetjum alla til að mæta!

Föstudaginn 22. ágúst verða birtar flokkaskiptingar 3. flokks og upp úr og einnig ístímatafla vetrarins (með fyrirvara um breytingar).

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Meistarar síðasta árs.

Einsog flestir vita þá er íshokkí ekki bara stunduð á íslandi..ónei. T.d. voru strákarnir í Urartu Yerevan meistarar í Armeníu.

Jammu & Kashmir Blue team voru meistarar í Indlandi og Fangs Kuala Lumpur í Malasíu sem og

Otgon od Ulaanbaatar frá Mongólíu.

Síðasti dagur æfingabúða á morgun!

Síðasti dagur æfingabúðanna er á morgun. Þessar 4 vikur hafa verið fljótar að líða en allt hefur gengið eins og best verður á kosið. Iðkendur hafa staðið sig vel, bæði verið til fyrirmyndar og sýnt íþróttamannslega framkomu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa komið að undirbúningi æfingabúðanna, hjálpað í hádegi og einnig keyrt iðkendur á milli afísæfinga og ísæfinga. Við viljum þakka öllum þeim sem hjálpuðu og gerðu okkur kleyft að halda æfingabúðirnar og vonum að allir séu sáttir með afraksturinn!

Krullan byrjar mánudaginn 1. sept

Fyrsta reglulega æfing í krullu verður mánudaginn 1. september n.k.

Meistaraflokksklefinn klár!!

Þá er klefinn klár og menn bara nokkuð sáttir við hann. Einnig var klefinn málaður sem og skautarekkar endurnýjaðir. Það voru meistaraflokksmenn sem stóðu að þessum breytingum.

Einkatímar með Ivetu

Iveta býður upp á einkatíma dagana sem hún er hér. Hálftíminn kostar 2400 krónur og er nauðsynlegt að greiða við upphaf tímans. Tilvalið tækifæri til að vinna í prógrömmum og/eða tækni. Þeir sem eru ekki komnir með dans þurfa að tala við Helgu áður en þeir panta tíma. Pantið í skautahöllinni.

Breytingar

Nú yfir helgina standa yfir breytingar á meistaraflokksklefanum. Allir meistaraflokksmenn eru hvattir til að MÆTA og leggja fram hjálparhönd.