04.10.2016
SA Víkingar mættu Birninum í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri en Bjarnarmenn unnu stórsigur, lokatölur 2-8. Björninn sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn hafa nú unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 6 mörkum og líta svakalega vel út í byrjun tímabils. SA Víkingar sitja hinsvegar í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig.
03.10.2016
SA Víkingar mæta Birninum þriðjudagskvöldið 4. október kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri.
03.10.2016
Æfingar hefjast mánudaginn 10. okt.
03.10.2016
Önnur krulluæfing vetrarins kl. 19:00 í kvöld.
02.10.2016
Björninn tók á móti Ásynjum Skautafélags Akureyrar í gær í fyrsta leik liðanna í Hertz-deild kvenna. Þrátt fyrir að Ásynjur hafi stjórnað leiknum mest allan tímann þá spiluðu Bjarnarkonur þétta vörn í byrjun og náðu Ásynjur ekki að skora fyrr en undir lok fyrstu lotu. Þar var á ferðinni Rósa Guðjónsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á sömu mínútunni. Rósa átti stórgóðan leik en þetta var hennar fyrsti leikur eftir 6 ára fjarveru vegna meiðsla. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrstu lotu og endaði hún því 0-2 Norðankonum í vil.
01.10.2016
Emilía Rós hefur lokið keppni á sínu fyrsta Junior Grand Prix móti í Tallinn í Eistlandi og stóð hún sig með miklum sóma.
30.09.2016
Nú er það ljóst að Heimsmeistaramót kvenna í annarri deild verður haldið á Akureyri daganna 27. Febrúar – 5. Mars 2017. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Skautafélagið sem fagnar einmitt 80 ára afmæli á árinu 2017 og því kærkomin afmælisgjöf fyrir félagsmenn og bæjarbúa. Jafnframt er þetta langstærsti viðburður sem haldin hefur verið í Skautahöllinni á Akureyri og frábært fyrir félagið og bæinn að fá að halda eins stórt mót og heimsmeistaramótið er.
29.09.2016
Emilía Rós Ómarsdóttir tekur þessa dagana þátt á sínu fyrsta Junior Grand Prix móti í listhlaupi sem fram fer í Tallinn í Eistlandi.
27.09.2016
Þar sem að Daniel er fjarverandi þessa viku, er aðeins breytt tímatafla.
26.09.2016
SA Víkingar töpuðu fyrsta leik sínum í Hertz deild karla þetta tímabilið þegar þeir mættu SR í miklum markaleik, lokatölu 6-8. SR hafði frumkvæðið í markaskorun lengst af í leiknum en Víkingar náðu að jafna leikinn í þrígang en komust aldrei lengra en það.