2. flokkur sigrar í fyrsta leik

2. flokkur spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu á laugardagskvöldið og að þessu sinni voru það Bjarnarmenn sem komu í heimsókn.  Bjarnarmenn hófu mótið af krafti með heldur auðveldum sigri á SR á dögunum og því var vitað að leikurinn yrði erfiður.

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en það var Gunnar Darri Sigurðsson sem opnaði markareikninginn fyrir SA með góðu marki um mibik fyrstu lotu.  Orri Blöndal bætti svo við öðru marki í power play eftir sendingu frá Sigurði Árnasyni áður en Ólafur Hrafn minnkaði muninn fyrir Björninn.

 

Fleiri urðu mörkin ekki í lotunni en í 2. lotu voru okkar menn ferskari og skoruðu þrjú mörk á móti einu marki Bjarnarmanna.  Jóhann Leifsson skoraði þriðja markið en Jói átti annars stórleik og fór oft á tíðum á kostum í sóknarleiknum.  Fjórða markið skoraði svo Ingþór Árnason með skoti frá bláu línunni í gegnum traffík sem endaði möskvunum.  Mun þetta vera fyrsta mark Ingþórs í 2. flokki en hann er á yngra ári í 3. flokki og mikið efni.  Þriðja markið í lotunni og jafnframt sigurmarkið (game-winnerinn) skoraði svo Þórir eftir sendingu frá Bergi Gíslasyni.  Mark Bjarnarins skoraði fyrirliði liðsins Einar Sveinn Guðnason.

 

SA var í góðri stöðu fyrir síðustu lotuna með 5 – 2 forystu en kæruleysi gerði vart við sig á meðan Bjarnarmenn sóttu í sig veðrið en gestirnir unnu lotuna 2 – 0 og gerðu harða hríð að marki SA allt til leiksloka.  Lokatölur 5 – 4 SA í vil og ef tekið er mið af þessum leik þá á Íslandsmótið eftir að vera spennandi.  Það er engum blöðum um það að fletta að 2. flokks leikirnir eru skemmtilegir áhorfs og jafnvel skemmtilegri en meistaraflokkleikirnir.  Strákarnir eru hraðir og baráttuglaðir og hokkíið er virkilega gott og full ástæða til að láta þessa leiki ekki fram hjá sér fara.