5. - 7.flokkur Laugardalsmót

Annar dagur búinn með misjöfnu gengi. 5.flokkur byrjaði daginn kl.9. með leik við björninn og vann þar þokkalegan sigur ( man ekki tölurnar ca. 6-2) og kl.10.40 byrjaði 7.flokkur að spila við björninn í 2x15 mín. og varð undir þar en þau héldu samt ótruð áfram viðstöðulaust í aðra viðureign og nú við SR sem stóð aðrar 2x15 mín. og ekki unnu þau heldur þar, en ósköp voru þau lúin eftir þessa törn. 6. flokkur spilaði líka kl.10.40 við SR og urðu að sætta sig við tap þrátt fyrir vilja til annars. Næsti leikur var hjá 5.flokk kl.12.45 gegn SR aftur og urðu úrslitin á verri veginn fyrir okkar menn. Þá var drifið sig heim í samlokur og djús og kl.2.30 voru svo allir mættir í keiluhöllina þar sem fólkið skemmti sér um stund í keilu og aðra skemmtan, og svo var drifið sig í sund og pissuveisla á eftir.´Síðasti leikur dagsins var svo seinni leikur 5.flokks við SR og urðu úrslitin á sömu lund og áður