6 stúlkur frá LSA tóku þátt í C móti hjá SR um helgina

C stelpurnar okkar héldu til Reykjavíkur um helgina og tóku þátt í móti hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta skipti sem Skautafélag Reykjavíkur býður öllum C keppendum í skautafélögunum þrem upp á mót í listhlaupi.

Á laugardaginn fór fram keppni í hópnum 8 ára og yngri C og þar áttum við 3 keppendur þær Berglindi Ingu, Móeiði Ölmu og Sigurlaugu Birnu. Stelpurnar stóðu sig allar með miklum sóma, en þær Móeiður Alma og Sigurlaug Birna voru að taka þátt í sínu fyrsta C móti.

Berglind Inga sigraði flokkinn.

Móeiður Alma og Sigurlaug Anna voru ásamt 16 öðrum knáum skauturum sameiginlega í 4.sæti.

Í dag fór svo fram keppni í 12 ára yngri C og stúlknaflokki C

Í 12 ára og yngri C áttum við einn keppanda hana Sigríði Eddu og hún stóð sig gríðarlega vel og sigraði flokkinn.

Í stúlknaflokki C áttum við tvo keppendur þær Aldísi Lilju og Hugrúnu Önnu. Þær stóðu sig báðar með miklum sóma og enduðu leikar þannig að Hugrún Anna sigraði flokkinn og Aldís Lilja hafnaði í 2 sæti.

Til hamingju með árangurinn stelpur og þjálfari og góða ferð heim.