8 Stúlkur frá LSA á leið til Ríga í Lettlandi þar sem þær taka þátt í Volvo Cup 2017

Átta stúlkur frá LSA eru á leið til Riga í Lettlandi þar sem þær taka þátt í Volvo Cup 2017. Fimm af stúlkunum eru á leið í Landsliðsferð, en þrjár taka þátt í interclub hluta mótsins.

Keppni hefst á morgun klukkan 13:00 hjá Junior

Þar eigum við einn keppanda, Emilíu Rós Ómarsdóttur.

Á föstudaginn kl.8:00 heldur svo keppni áfram í Junior og þá með Frjálsa prógrammið.

Keppni í Basic Novice A fer fram á laugardaginn og hefst keppni kl.8.00. Þar eigum við einn keppanda

Júlíu Rós Viðarsdóttur.

Á laugardaginn kl. 14:40 hefst svo keppni hjá Advanced Novice. Þar eigum við fjóra keppendur þær

Aldísi Köru Bergsdóttur

Ásdísi Örnu Fen Bergsveinsdóttur

Mörtu Maríu Jóhannsdóttur

Rebekku Rós Ómarsdóttur

Keppni í Advanced Novice heldur svo áfram á sunndaginn með frjálsaprógramminu og hefst keppni kl. 08:00.

Keppni í Chicks A hefst klukkan 14:05 á sunnudaginn og þar eigum við einn keppanda

Indíönu Rós Ómarsdóttur

Síðust til að hefja keppni þessa helgina er Katrín Sól Þórhallsdóttir. Hún keppir í hópnum Springs B og hefur hún keppni klukkan 18:35 á sunnudaginn.

Allar tímasetningar eru á staðartíma í Riga.

Hægt verður að fylgjast með keppninni á live stream hér

Nánari upplýsingar um mótið og keppnisröð keppenda eftir að dregið hefur verið er að finna hér

Á myndina sem fylgir fréttinni vantar Emilíu Rós Ómarsdóttur, en hún ferðaðist á undan hópnum þar sem flokkurinn hennar hefur keppni á morgun.