Æfingabúðir nálgast og afísæfingar að byrja!

Hér er að finna upplýsingar varðandi æfingabúðir og afísæfingar, sjá lesa meira!

Nú fer að líða að því að æfingabúðirnar byrji. Ítarlegar upplýsingar koma í næstu viku, það er að segja tímatafla o.s.frv.

Afís mun byrja næsta miðvikudag 25. júní og er mæting við skautahöll kl. 17. Æfingin mun standa yfir í um 1 klukkustund. Allir sem skráðir eru í æfingabúðir eru velkomir. Mikilvægt er að mæta vel í þessa afístíma til að vera vel undirbúinn fyrir æfingabúðirnar. Stefnt er að því að hafa afís 2-3svar í viku fyrri tvær vikur og seinni tvær vikur 4 sinnum. Nákvæmara plan verður afhent í fyrsta tímanum á miðvikudag.

Mætið í góðum íþróttafötum (klæðið ykkur eftir veðri því við verðum BARA úti), í íþróttaskóm með vatnsbrúsa og sippuband.

Þjálfarar verða Helga Margrét og Audrey Freyja.