Akureyrar- og bikarmót 2016

Vegna tæknilegra erfiðleika hefur lítið komið hér inn á síðustu dögum þó full ástæða sé til.  Úrslit í síðustu tveim umferðum Akureyrar- og bikarmótsins 2016 eru þau að í 4. umferð, unnu Ice Hunt, Garpa 9-3 og Víkingar lögðu bikarmeistarana, Freyjur, 10-8.  Í 5. umferð höfðu Víkingar sigur á Görpum 6-3 og Freyjur lögðu Ice Hunt 9-3.

Staðan fyrir loka umferðina er því þannig að Freyjur, Ice Hunt og Víkangar eru öll jöfn með 6 stig en Garpar eru með 2 stig.

Það verða því spennandi leikir sem fram fara í kvöld. Víkingar taka á móti Ice Hunt á braut 2 og Freyjur leika við Garpa á braut 4.

Þó 3 efstu liðin séu jöfn eru það Víkingar sem standa best að vígi.  Sigri þeir Ice Hunt hreppa þeir Akureryrameistara titilinn óháð öðrum úrslitum.  Sigri hins vegar Ice Hunt eða Freyjur, verða þau lið að treysta á hagstæð úrslit úr örðrum leikjum til að standa uppi sem sigurvegarar. Garpar eiga aftur á móti enga möguleika á titlinum.

Hér geta menn glöggvað sig betur á stöðunni.