Akureyrarmótið í krullu - undanúrslit

Garpar og Skytturnar tryggðu sér í kvöld réttinn til að leika til úrslita í Akureyrarmótinu.

Í kvöld fóru fram undanúrslit í Akureyrarmótinu ásamt því að leikið var um 5.-8. sæti. Það bar helst til tíðinda að bæði liðin sem enduðu í 2. sæti í riðlunum sigruðu liðin sem enduðu í 1. sæti riðlanna og fara því í úrslitaleikinn. Það verða Garpar og Skytturnar sem leika til úrslita en Fífurnar og Víkingar leika um bronsverðlaunin. Reyndar vill svo skemmtilega til að Garpar og Skytturnar eigast einnig við í undanúrslitum Bikarmótsins á miðvikudagskvöldið en liðin leika síðan til úrslita um Akureyrarmeistaratitilinn mánudagskvöldið 26. október.

Úrslit kvöldsins:

Undanúrslit A1-B2: Víkingar - Skytturnar  2-6
Undanúrslit B1-A2: Fífurnar - Garpar  4-7

Leikið um 5.-6. sæti: Riddarar - Üllevål  4-5
Leikið um 7.-8. sæti: Svarta gengið - Mammútar  7-3

Leikir og úrslit í excel-skjali hér.