Alþjóðlegi hokkístelpudagurinn tókst frábærlega

Alþjóðlegi Stelpuhokkídagurinn sem fram fór síðustu helgi vakti mikla lukku ekki síður erlendis sem hérlendis. Um 45 stelpur á aldrinum 4-15 ára mættu hingað í Skautahöllina til okkar og prufuðu hokkí í fyrsta sinn og aðrar 50 stelpur í félaginu komu einnig og skemmtu sér saman. Það voru settar upp æfingar þar sem stelpurnar æfðu skautatækni, skot, sendingar og vítaskot. Seinna var spilaður leikur við stelpur á landsliði Íslands og svo var fengið sér heit kakó og kleinur í lok dagsins.

Sarah Smiley yfirþjálfari Skautafélagsins sagði að „allir skemmtu konunglega og sumar svo vel að þær voru á ísnum í þrjár klukkustundir samfleytt. Þessi viðburður sem er orðin árlegur hjá félaginu er líka orðin mikilvægur liður í að þjappa saman stúlkunum í félaginu sem einum hóp. Ég trúi því að alþjóðlegi stelpuhokkídagurinn hjálpi til við að styrkja ímynd okkar í samfélaginu um að íþróttin hennti stelpum og félagið sinni þeim á jákvæðan hátt. Það er mikilvægt fyrir ungar stelpur sem koma í Skautahöllina til að koma á viðburðin að þær séu umkringdar og studdar af bara hokkístelpum sem gerir umhverfið þægilegra fyrir þær til þess að koma og prófa. Þetta gæti hjálpað þeim til þess að koma og prófa að æfa íshokkí síðar meir en gefur einnig þeim sem mætu og foreldrum þeirra jákvæða innsýn í sportið.“

Fjallað var um daginn og minnst á viðburðin hér á Akureyri á heimasíðu Alþjóða Íshokkísambandsins en fréttin um okkur er neðarlega í greininni sem má finna hér.

Hérna eru nokkrar myndir af deginum frá Elvari Pálssyni ljósmyndara: