Alþjóðlegu íshokkímóti kvenna lauk um helgina

NIAC 2015 (mynd: Ásgrímur Ágústsson)
NIAC 2015 (mynd: Ásgrímur Ágústsson)

Alþjóðlegt íshokkímót kvenna fór fram í Skautahöllinn á Akureyri nú um helgina með þátttöku fjögurra liða. Að mótslokum stóð Skautafélag Reykjavíkur (SR) uppi með sigurinn eftir að hafa unnið Freyjur — annað tveggja liða sem Valkyrjur frá Akureyri sendu á mótið — með minnsta mögulega mun, 3–2. Í þriðja sæti urðu svo kanadísku stúlkurnar í Ice Dragons sem unnu Valkyrjur 2­–1 í leiknum um bronsið.

Markahæstu leikmenn mótsins voru Laura Ann Murphy úr SR með sex stig, Sandra Marý Gunnarsdóttir úr SR og Berglind Rós Leifsdóttir úr Freyjum með fimm stig og Alda Ólína Arnarsdóttir úr Freyjum með fjögur stig.

Laura Ann Murphy úr SR var kjörin besti framherji mótsins, Cheri Lynn Morris hjá Ice Dragons besti varnarmaðurinn og Anna Birna Guðlaugsdóttir úr Freyjum var valin besti markmaðurinn.

Þá er það hefð á íshokkímótum að velja mikilvægasta leikmann hvers félags. Heiðdís Smáradóttir var valin mikilvægasti leikmaður Valkyrja, Darlene Holmes mikilvægasti leikmaður Ice Dragons, Kolbrún Sigurlásdóttir mikilvægasti leikmaður Freyja og Lisa Grosse mikilvægasti leikmaður SR

            Mótið fór ákaflega vel fram og voru allir sem að komu ánægðir með framkvæmdina þótt vissulega hefðu menn verið missáttir við úrslitin.

Hér koma eru úrslit allra leikja:

 Valkyrjur 1 – Ice Dragons 2

Freyjur 2 – SR 6

Ice Dragons 0 – Freyjur 0

SR 4 – Valkyrjur 0

Freyjur 3 – Valkyjur 1

Á fyrri myndinni eru frá vinstri: Kolbrún Sigurlásdóttir, Darlene Holmes, Heiðdís Smáradóttir, Anna Birna Guðlaugsdóttir, Laura Ann Murphy, Cheri Lynn Morris og Lisa Grosse

Á síðari myndinni eru þáttakendur NIAC mótsins 2015. (myndir: Ásgrímur Ágústsson)