12.04.2007
Við sendum bréf heim með iðkendum í A,Bog C keppnisflokkum þar sem þau eru beðin um að foreldrar staðfesti þátttöku þeirra í Akureyrarmótinu 21. apríl og greiði 1000 krónur í keppnisgjald. Þetta gjald er til að vega upp á móti kostnaði við dómgæslu og fleira. Það er einnig hægt að hringja um helgina í Önnu í síma 849-2468 eða senda póst á
annagj@simnet.is og tilkynna þátttöku.
11.04.2007
Vorsýning sem auglýst er 19. apríl verður frestað fram í maí og Akureyrarmótinu sem vera átti 15. apríl verður frestað um viku. Áætlað 21. apríl. Þetta er gert vegna óviðráðanlegra orsaka. Fylgist endilega með á heimasíðu um þessa viðburði.
10.04.2007
Nú dregur til tíðinda. Á föstudaginn kl.20,00 og Laugardaginn kl.18,00 spila mfl. SA og SR um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.
10.04.2007
Stefnt er að því að halda æfingabúðir í Egilshöll 15. júlí, í 2 vikur. Við erum að bíða eftir nánari upplýsingum og verðum með fund um þetta eins fljótt og hægt er til að kanna áhuga á þessu. Það er hægt að nálgast upplýsingar um þetta á heimasíðu SR.
09.04.2007
Æfing á morgun þriðjudaginn 10. apríl hjá AB frá 11-12 og CDE frá 12-13...látið þetta berast til allra! Svo eru æfingar samkv. tímatöflu frá og með miðvikudeginum 11. apríl.
08.04.2007
Senn fer löngu hléi á deildinni að ljúka nú þegar landsliðið snýr aftur heim eftir átökin í Kóreu. Tveir leikir eru eftir í undankeppninni og munu þeir leikir skera úr um það hvort liðið, SA eða SR tryggir sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Það má reikna okkur SA mönnum í hag að leikirnir báðir fara fram hér á Akureyri næst komandi föstudag og laugardag. Okkur dugar ekkert minna en sigur í báðum leikjum til að krækja í sigurinn í deildinni og á það stefnum við ótrauðir.
07.04.2007
Var að setja inn fullt af
myndum frá barnamótum, meira á leiðinni.
04.04.2007
Það er páskafrí (æfingafrí) þangað til þriðjudagsins 10. apríl hjá öllum flokkum nema meistaraflokki.
04.04.2007
Á laugardaginn 7. apríl áttu að vera skv. dagskrá leikur í mfl. kvenna, en honum hefur verið frestað til föstudagsins 20. apríl kl.22,00 og einnig átti að vera leikur i 2.flokki SA-Björninn, en Bjarnarmenn hafa tilkynnt að þeir geti ekki mætt og hafa gefið leikinn.
02.04.2007
Um liðna helgi fóru yngstu hópar SA Fylktu liði til Reykjavíkur í Egilshöll í boði Bjarnarins á þriðja og síðasta barnamót vetrarins.