Breyttir tímar!

Í kvöld sunnudaginn 6. janúar verða örlitlar breytingar á ístímum. 4. hópur kemur á venjulegum tíma en þeir sem keppa á Íslandsmeistaramótinu í 5. og 6. hópi koma kl 18 og þeir úr 5. og 6. hópi sem ekki keppa á því móti koma kl. 19.

Dósasöfnun Mánudaginn 7. janúar

Nú er komið að því, við ætlum að safna dósum mánudaginn 7. jamúar frá kl. 17-18:30.  Þið getið náð ykkur í poka og götur inn á svell frá kl. 16:45 og byrjað að skila dósunum upp í endurvinnslu kl. 18:30.  Munið að einungis þeir sem mæta og safna fá pening.       Stjórn foreldrafélagsins

Seinni leik helgarinnar var að ljúka

Liðin skildu jöfn 1 - 1 eftir oft hraðan og spennandi leik.   Góóóðir SA .......

Nýir iðkendur - opinn tími

Halló! Það er enn pláss fyrir nýja iðkendur á vorönninni. Einnig viljum við hvetja þá sem eru skráðir til áramóta og ætla að halda áfram að hafa samband við okkur annað hvort í síma 849-2468 (Anna) eða í opnum tíma í Skautahöllinni miðvikudaginn 9. janúar frá 16:30-17:00.

dans, dans

Iðkendur í 3, 4, 5 og 6 hóp.  Dansinn byrjar 12. janúar. Þeir sem eiga eftir að skrá sig sem fyrist hjá Allý í síma 8955804 og þeir sem ekki hafa borgað dansinn frá því fyrir áramót eru beðnir um að gera það sem fyrst. Leggja inn á reikning 1145-26-005057, kt:510200-3060

Fyrri leiknum var að ljúka

með sigri SRinga 2 mörk gegn 8.

Í dag föstudag kl. 22,00 er leikur í 2.fl. SA _ SR

Íslandsmótið í 2.flokki. SA tekur á móti SRingum í kvöld kl.22,00 hér í Skautahöllini á Akureyri og svo aftur á morgun laugardag kl.18,00. Leikir annarsflokks liðanna eru ekki síðri skemmtun en mfl. leikir, oft mikill hraði og leikgleði. Hvetjum alla stuðningsmenn til að mæta og njóta.   ÁFRAM SA ............................

Akureyrarmótið - munið að greiða þátttökugjaldið

Ný síða, nýtt merki

 

 

Krulluvefurinn hefur endurfæðst og Krulludeildin hefur fengið sér glæsilegt merki.

Afís hjá 4. 5. og 6. hóp byrjar á morgun!

Á morgun föstudaginn 4. janúar hefst aftur afís hjá Söruh Smiley. Það hafa orðið örlitlar breytingar á æfingatímum. Sjá lesa meira!