Grein: Um krullureglur og keppnisfyrirkomulag

Meðfylgjandi er grein skrifuð af Haraldi Ingólfssyni, í eigin nafni, þar sem fjallað er almennt um keppnisfyrirkomulag í tengslum við reynsluna af Ice Cup, og farið yfir rök með og á móti mismunandi útfærslum.

Litla Hokkíbúðin með útsölu á listskautum

Skautakynning á sunnudaginn

Íþróttavöruverslunin Everest verður með kynning á skautum frá Risport og Graf og skautablöðum Wilson í Skautahöllinni á akureyri á sunnudaginn kl:18:00. Fyrirtækið mun veita 25% afslátt gegn fyrirframpöntunum en hins vegar þarf að greiða 30% staðfestingargjald. 

Sölukynning á kylfum og skautum í Skautahöllinni sunnudaginn 9. mai.

Heiðar Ingi í Everest ætlar að vera með sölukynningu á skautum og kylfum kl.17,00. Þarna er um að ræða góðar vörur fyrir afar hagstæð verð og algjörlega þess virði að kíkja við. Hægt verður að panta hjá honum og fá afhent í haust. Staðfestingargjald 30% gegn 30% afslætti á skautum og 20% aflætti á kylfum.

Aðalfundur Listhlaupadeildar SA

Aðalfundur LSA verður halinn þann 17.maí kl:20:00 í Skautahöllinni á Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf. 

 

 

 

 

SÍÐUSTU MONDOR SKAUTABUXURNAR

Halló, skautatímabilið á svelli er búið í bili en skautaæfingabúðir byrja í júlí og ef þig vantar skautabuxur fyrir þann tíma þá endilega hafðu samband fyrir 10. maí ég á til nokkrar,  1x 8-10, 1x 12-14, 3x XS  og  2 x Small, það er lítið eða ekkert til fyrir sunnan og koma ekki aftur fyrr en í haust.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Allý / allyha@simnet.is- 8955804

Aðalfundur Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar

Aðalfundur Hokkídeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 12. mai 2010 kl. 20,00 í fundarherberginu inni í Skautahöll.

Sumaræfingar LSA fyrir iðkendur í C1, C2, B1, B2, A1 og A2 - 7. júní til 23. júlí

Vinsamlega skráið ykkur á helgamargretclarke@gmail.com fyrir 21. maí. Námskeiðið er innifalið í æfingagjöldunum og kostar því ekkert.

Áhersla námskeiðsins: styrkur - snerpa - liðleiki. Seinni hluta námskeiðsins verður farið dýpra í afís stökk og stökktækni. Mikilvægur undirbúningur fyrir sumaræfingarbúðir í Tékklandi í júlí og hér á Akureyri í ágúst.

Hópur 1: iðkendur fæddir 1996 og fyrr
Hópur 2: iðkendur fæddir 1997 og seinna

Tímatafla námskeiðsins verður sett upp 2 vikur fram í tímann. Af og til verða hóparnir saman en að öllu jöfnu verða æfingar fyrir hvern hóp fyrir sig svo allir fái sem mest út úr æfingunum.

MARAÞONÁHEIT

Ef einhver er enn með áheitablöð v/ maraþonsins þá endilega skilið þeim til mín í dag mánudag í síðastalagi á morgunn þriðjudag ég er heima eftir kl. 16:30

kv. Allý

Skil á pöntunum þrifpakka

Senda má pantanir á þrifpökkum í tölvupósti á hildajana@gmail.com eða skila þeim á fundinum í dag.