Opnunar- og afmælishátíð heppnaðist vel

Í gær fór fram hér í Skautahöllinni Opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar 2010 og 10 ára afmælishátíð Skautahallarinnar.  Mikið var um dýrðir og mikill fjöldi fólks lagði leið sína í skautahöllina að þessu tilefni.  Opnunaratriðið hátíðarinnar var skemmtileg skrúðganga inn á ísinn þar sem fulltrúar vetraríþrótta í bænum fylktu liði og báru sína félagsfána undir taktföstu lófaklappi áhorfenda.  Auk gangandi fólks þá voru einnig vélsleðar, vélhjól, hestar og já einn bíll.

Ósigrar á heimavelli

Það gekk hvorki né rak hjá SA liðum í gær.  Fyrri leikur dagsins var SA - SR í karlaflokki og spenna var í þeim leik fram til loka 2. lotu þrátt fyrir að gestirnir hafi verið skrefinu á undan allan leikinn.  Í þriðju lotunni rákumst við hins vegar á vegg og lokastaðan varð 8 - 4 þeim sunnlensku í vil.  Þar með lauk mikilli þurrkatíð hjá SR og óhætt að segja að mikill viðsnúningur hafi orðið í þessari viðureign frá þeirri síðurstu er við unnum 6 - 0 hér á heimavelli.  En svona er hokkíið, allt getur gerst.

Mikið um að vera í Skautahöllinni í dag

Það er óhætt að segja að mikið verði um að vera í Skautahöllinni í dag.  Opnun vetraríþróttahátíðar og 10 ára afmælishátíð Skautahallarinnar hefst kl. 16:00 í dag auk þess sem tveir hokkíleikir fylgja í kjölfarið.  Dagskrá hátíðarinnar hefst á skrúðgöngu inn á ísinn sem í verða fulltrúar vetraríþrótta hér í bænum m.a. snjósleðar, hjól og hestar.  Í framhalidnu taka við nokkur ávörp og síðan kynning á íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum.

Norðurlandamót 2010

Nú stendur yfir Norðurlandamótið í listhlaupi sem haldið er í Asker í Noregi. Tveir íslenskir keppendur taka þátt, sem eru Dana Rut og Heiðbjört Arney, við óskum þeim góðs gengis. Nánari fréttir af íslensku keppendunum er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSS, http://skautasamband.is/ einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins http://www.nordics2010.no/

Upplýsingar vegna VH2010

Opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ - skrúðganga íþróttafólks

Prúðbúið krullufólk óskast í fánagöngu íþróttafólks inn á skautasvellið við upphaf opnunarhátíðar Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ. Opnunarhátíðin hefst kl. 16.00 á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri, þátttakendur í skrúðgöngunni mæti kl. 15.30.

Keppnisferð hjá 4 flokk 26-28 febrúar

Nú er komið að skráningu í keppnisferð hjá 4 flokk A ob B liði.  Keppt verður í Egilshöll.

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ - Opnunarhátíð

Laugardaginn 6. febrúar kl. 16.00 hefst opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ í Skautahöllinni á Akureyri.

Öskudagsnammipökkun

Nú fer að líða að pökkun á öskudasnamminu. Byrjað verður mánudaginn 8 febrúar, nánari skipting hópa undir "Lesa meira". Mikilvægt er að allir mæti og taki þátt og hafi gaman af. Einning er óskað eftir aðstoð foreldra til að vera á staðnum meðan pökkun stendur. Pakkað verður frá 17.00-21.00 frá 8-12 feb og svo laugardag og sunnudag, sendið á ruthermanns@hive.is ef þið sjáið ykkur fært að aðstoða.   

Spennan eykst í karlaflokki

Í kvöld unnu Bjarnarmenn SR-inga í hörku viðureign í Egilshöllinni og nú er spennan að ná hámarki í deildinni.  Björninn hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og eftir bakslag gegn okkur um síðustu helgi þá eru þeir komnir aftur á lappirnar með góðum sigri á SR.  Nú er staðan þannig í deildinni að SR og Björninn eru jöfn að stigum með 19 stig en SA er enn á toppnum með 22.  Björninn hefur spilað einum leik fleiri en SA og SR sem munu mætast í síðasta leik umferðarinnar á laugardaginn hér á Akureyri.