Brynjumót um helgina hér á Akureyri

Nú er komið að hinu árlega Brynjumóti hér á Akureyri og ef mér telst rétt til þá mun þetta vera það 15. í röðinni. Brynjumótið er mót þar sem allir yngstu iðkendur í Íshokkí koma saman og reyna sig hvert gegn öðru auk þess að skemmta sér hið besta. þessi barnamót eru þau langfjölmennustu af Íshokkí mótaröðunum og mun þetta mót telja eitthvað á annaðhundrað þátttakendur svo að venju verður mikið fjör og mikil skemmtun og rétt að hvetja fólk til að líta við og upplifa þessa skemmtistund með börnunum. DAGSKRÁNNA má skoða hér, og liðsskipan SA hér.