Drengirnir okkar í U18 að gera gott mót í Mexíkó

Akureyringarnir í Íslenska U18 landsliðinu.
Akureyringarnir í Íslenska U18 landsliðinu.

Drengirnir okkar í U18 landsliðinu eru heldur betur búnir að bíta í skjaldarendur á HM í Mexíkó eftir bratta byrjun í upphafi móts. Eftir frábæran sigur á Tyrkjum á miðvikudag þá beið okkar heimaliðið Mexíkó sem er djöfullegt að eiga á heimavelli í 2300 metra hæð fyrir fullri höll. Okkar drengir spiluðu virkilega vel og gáfu Mexíkó hörkuleik en heimaliðið vann að lokum 5-2 sigur og tryggði sér þar með sigur í mótinu. Mörk og stoðsendingar Íslands voru öll skoruð af okkar drengjum í þessum leik en Mikael Eiríksson skoraði fyrsta markið Íslands í yfirtölu með stoðsendingu frá Elvar Skúlasyni og fyrirliðanum Bjarma Kristjánssyni. Stefán Guðnason skoraði síðara markið með klassísku coast to coast marki og var valinn maður leiksins hjá Íslandi í lok leiks. Bjarmi Kristjánsson (2+2) og Mikeal Eiríksson (1+4) eru stigahæstu leikmenn Íslands það sem af er móti báðir með 4 stig.

Ísland á nú bara eftir einn leik og það er gegn Nýja-Sjálandi í kvöld. Ísland þarf að fá stig úr þessum leik til þess að halda sæti okkar í deildinni en Nýja-Sjáland er stigalaust fyrir leikinn. Leikurinn hefst kl. 22:30 á íslenskum tíma og verður hægt að finna streymi frá leiknum á Youtube síðu Mexíkóska íshokkísambandsins. Við sendum baráttukveðjur til Mexíkóborgar - Áfram Ísland!