Eldri unni yngri 6 - 4

Í gærkvöldi mættust eldra og yngra kvennalið SA í 5. umferð Íslandsmótsins.  Leikurinn var jafn og spennandi en þær eldri sigu frammúr á endasprettinum og tryggðu sér tveggja marka sigur.  Fyrsta mark leiksins skoraði Guðrún Blöndal eftir sendingu frá Söruh Smiley.  Bergþóra Bergþórssdóttir jafnaði leikinn skömmu fyrir lok fyrstu lotu eftir sendingu frá Evu Maríu.  Staðan var því jöfn eftir fyrstu lotu.

Strax í upphafi 2. lotu kom Vigdís Aradóttir þeim eldri yfir en Díana Björgvinsdóttir jafnaði leikinn eftir sendingu frá systur sinni Silvíu Rán.  Bergþóra bætti við sínu öðru marki og náði forystunni fyrir þær yngi en Smiley jafnaði skömmu síðar fyrir þær eldri og Arndís Sigurðardóttir bætti við fjórða markinu með aðstoð Birnu Baldursdóttur og Hrund Thorlacius.

Staðan var því 4 - 3 þeim eldri í vil þegar 3. lota hófst en Þorbjörg Eva Geirsdóttir jafnaði leikinn á 5. mínútu leiksins eftir sendingu frá Evu Maríu.  Þær eldri tryggðu sér svo sigurinn með tveimur mörkum með skömmu millibili um miðbik lotunnar.  Það fyrra átti Arndís Sigurðardóttir eftir sendingar frá Lindu Brá og Hrund, og það síðari átti Birna með aðstoð frá Smiley.

Skemmtilegur leikur á heimavelli.