Eyof 2019

Marta María Jóhannsdóttir var valin fulltrúi Íslands á Eyof 2019 í listhlaupi. Mótið fór fram í Zarajevo dagana 9-16. febrúar. Marta ferðaðist ásamt þjálfaranum sínum henni Darja Zajchenko og hópi keppanda, þjálfara og fylgdarfólks frá ÍSÍ.

Keppnin í listhlaupi fór fram dagana 13. og 14. febrúar. Marta María keppti með stuttu prógrami á miðvikudaginn 13. febrúar og hafði hún fengið rásnúmer 25, eða önnur í síðasta keppnishópi. Stutta prógramið gekk vel og þrátt fyrir fall í Axelnum hlaut Marta  34.59 stig og sat hún í 24. sæti eftir daginn.

Marta dró svo rásnúmer 10 í frjálsa prógraminu. Marta sýndi hetjulega frammistöðu og reyndi tvöfaldan Axel og 2 þreföld Salchow en fékk stökkin ekki full snúin og féll í einu. Hins vegar voru allir spinnarnir hennar á hæsta level og plúsum og sporin á level 3 og öll önnur stökk á plúsum. Stig fyrir frjálsa prógramið voru 69.70 og varð hún í 20. sæti fyrir það prógram. Heildar stig hennar á mótinu voru því 104.29 og fleytti það henni upp í 21. sæti samanlagt.

Innilega til hamingju með árangurinn Marta María