Fimm úr SA með U-20 landsliði íslands á leið á heimsmeistaramót

Seinnipartinn í dag lögðu fimm fræknir drengir úr SA til keppni með U-20 ára landsliði Íslands á heimsmeistramótið sem fram fer í Mexíkóborg daganna 15. – 24. janúar. Liðið keppir í 3. deild  að þessu sinni en í riðli með Íslandi eru Búlgaría, Ísrael, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Suðar-Afríka og Tyrkland.

Leikmenn SA í liði Íslands:

Sigurður Freyr Þorsteinsson

Matthías Már Stefánsson

Halldór Ingi Skúlason

Hafþór Andri Sigrúnarson

Heiðar Kristveigarson

Ísland lék í 2. deild B á síðasta ári en féll úr deildinni eftir að hafa tapað öllum leikjunum en lið okkar í fyrra var óvenju ungt að árum. Liðið í ár er reynslumeira þó máttarstólpar hafi gengið upp en vonandi nær liðið að koma sér aftur upp í deild 2B en til þess þarf liðið að vinna mótið í Mexíkó.

Við fylgjumst auðvitað spennt með mótinu og okkar mönnum en fyrsti leikur Íslands er gegn Búlagríu á laugardag en leikurinn hefst kl 23.00 á íslenskum tíma. Við setjum inn frétt á facebook síðuna okkar ef við finnum beinar útsendingar frá leikjunum en vert er að fylgjast með landsliðs fréttasíðu ÍHÍ en þar birtast oft skemmtilegar dagbækur fararstjóra þar sem farið er yfir gang mála.