Fjórir úr SA með U-20 landsliði íslands á leið á heimsmeistaramót

Strákarnir okkar í Leifsstöð.
Strákarnir okkar í Leifsstöð.

Fjórir ungir drengir úr SA lögðu í dag af stað til Nýja-Sjálands með U-20 ára landsliði íslands í íshokkí þar sem þeir munu taka þátt í Heimsmeistaramótinu í íshokkí í U-20 3. deild. Ferðalagið er langt og tekur það liðið um tvo sólahringa að ná áfangastað en fyrsti leikur í mótinu er 16. janúar þegar liðið mætir Ísrael.

Leikmenn SA í liði Íslands:

Sigurður Freyr Þorsteinsson

Matthías Már Stefánsson

Hafþór Andri Sigrúnarson

Gunnar Arason

Þá eru drengirnir okkar þeir Heiðar Kristveigarson og Axel Orongan einnig í liðinu en þeir eru báðir á mála hjá liðum í Svíþjóð.

Deildinni er skipt upp í tvo riðla að þessu sinni þar sem Ísland mætir Ísrael, Tapei og Kína. Í hinum riðlinum eru svo Búlagaría, Tyrkland og Suður-Afríka en við mætum einu af þeim liðum í milliriðlum. Fyrirfram er búist við nokkuð jafnri keppni en allar þessar þjóðir hafa tekið miklum framförum síðustu ár og eru farnar að narta í hælanna á liðunum sem leika í næstu deild fyrir ofan. Íslenska liðið lenti í 5. sæti í mótinu á síðasta ári sem var vissulega vonbrigði en liðið er sterkara í ár og ætti að geta keppt um efstu sætinn ef vel gengur.

Hægt er að fylgjast með stöðu í mótinu hér en við munum einnig birta fréttir ef mögulegt verður að sjá leikina í beinni útsendingu.