Flottur árangur hjá stúlkunum okkar í Kristalsmótinu

Síðastliðna helgi fór fram millifélaga mót Listhlaupadeildar Fjölnis, þar sem þeir keppendur sem eru ýmist að stíga sín fyrstu skref í keppni eða keppa af áhuga komu saman á þessu fyrsta móti tímabilsins í þessum flokki. Um 80 keppendur tóku þátt á mótinu frá öllum þremur félögunum, SA, SR og Fjölnir (sem áður var Björninn).  


SA átti 6 keppendur að þessu sinni, sem stóðu sig með stakri prýði. Hófst keppni á laugardeginum 3. nóv með flokkunum 6 ára og yngir þar sem SA átti einn kepanda, því næst tók kepppni í 8 ára og yngri þar sem við áttum tvo keppendur og síðasti keppnishópur dagsins var 10 ára og yngri þar sem við áttum einn keppenda, stóðu stúlkurnar sig allar vel, en vegna nýs keppnis fyrirkomulags eru aðeins veitt þáttökuverðlaun í þessum yngstu flokkum. Sunnudaginn 4.nóvember hófst svo keppni í 12 ára og yngri, Stúlknaflokkur, Unglingarflokkur og Fullorðinsflokkur, þar áttum við einn keppanda í 12 ára og yngri og einn keppenda í Stúlknaflokki, stóðu þær sig einnig stórkostlega vel, og vou fjórar af keppendanna að stíga sín fyrstu skref í keppni. 

Við óskum stelpunum og foreldrum þeirra innilega til hamingju með flottan árangur á mótinu um helgina, og hlakkar okkur til að fylgjast með þeim í vetur.