Frábær árangur Sædísar Hebu á Ólympíuleikum ungmenna í Georgíu

Sædís Heba Guðmundsdóttir lauk keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær en hún endaði í 22. sæti af 33. keppendum. Sædís fékk 36.58 stig fyrir stutta prógrammið sitt og svo 66.33 í frjálsa prógramminu í gær og 102.91 stig í heildina. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (Eyof) eru einskonar Ólympíuleikar ungmenna í Evrópu en 45 þjóðir taka þátt í leikunum sem fer fram í Gergíu í fyrsta sinn. Listskautakeppnin var haldin í glænýrri höll í Batumi en þar var einnig keppt í skautahlaupi og íshokkí. Sædís og hópurinn hennar sem kepptu í Batumi ferðast í dag til Bakuriani þar sem lokahátíðin fer fram.

Við óskum Sædísi og Jönu þjálfara hennar til hamingju með þennan frábæra árangur. 💐