Fréttir af framkvæmdum

Nú er útboðsferlinu lokið á þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í Skautahöllinni en samið verður við verktaka á næstu dögum. Það er því nánast öruggt að framkvæmdirnar muni hefjast eigi síður en 1. mars og starfsemi í húsinu verður því hætt í lok febrúar.

Þó margir hafi áhyggjur af styttingu æfingartímabilsins á ís þá er staðreyndin sú að Skautafélagið getur nú loksins andað léttar þar sem það hefur legið sem þungur baggi á þeim sem til þekkja að frystilagnir gætu sprungið hvað og hverju vegna frostlyftingarinnar undir gólfplötunni. Afleiðingar þess væru mun alvarlegri fyrir starfsemi félagsins en stytting tímabilsins í ár og því nokkur léttir að nú loksins sjái fyrir endan á því að farið verður í þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd. Reiknað er með því að starfsemin geti hafist aftur 1. september 2016 en það veltur á hraða og gangi verksins. Þó að breytingin hafi ekki mikið að segja fyrir iðkenndur, nema þá kannski fyrir betri ís, þá standa vonir okkar þó en til um að samhliða þessari framkvæmd verði lagður í það minnsta grunnur að félagssaðstöðu í norður enda hússins en hönnun rýmisins er fullkláruð. Búið er að gera tölvumynd af því hvernig rýmið muni hugsanlega líta út en myndirnar má sjá hér að neðan. Á myndunum má sjá inn í lokunina á fyrstu tveimur hæðunum en á þriðju hæðinni er einnig æfingarsalur sem er gluggalaus út á svellið en gluggar eru á norðurvegg. Þetta myndi svo sannarlega gjörbreytta allri starfsemi í hússinu og kannski er það þess virði að missa fáeina ísmánuði fyrir stórbæta æfingaraðstöðu og félagsrými. Það væri heldur ekki verra ef Skautafélagið gæti fagnað 80 ára afmælisveislunni í nýju rými en félagið fagnað þeim áfanga 1. Janúar 2017.

Félagsrými séð úr stúku (Gisli-arkitekt ehf)

Félagsrými séð frá varamannabekkjum (Gisli-arkitekt ehf)

Snið (Gisli-arkitekt ehf)